Sóley organics-Náttúruleg og lífræn snyrtivörulína.

Framleitt á Íslandi með fersku íslensku vatni, villtum íslenskum jurtum og vandlega völdum lífrænum ilmkjarna olíum. Við notum aðeins hráefni sem samþykkt eru af Ecocert. Við hugsum um náttúruna í gegnum allt framleiðsluferlið og gerum okkar allra besta til að vinna í sátt við hana.

Gefðu húðinni ljóma með handtíndu sortulyngi, sem er náttúrulegur birtugjafi fyrir húðina og er í öllum okkar vörum. Hentar öllum húðtegundum.

Við notum eins hreinar, hágæða hrávörur og völ er á. Við trúum því að húðvörur ættu að vera náttúrulegar og notum aldrei efni sem gætu verið skaðleg manni eða náttúru. Við endurnýtum og höldum plastnotkun og umbúðum í lágmarki til að vernda náttúruna.

 

Skoða sem Línur Listi
Raða eftir
Sýna á síðu

Lóa sett-Lóa handsápa og Lóa handkrem.

Lóa handsápa er mild handsápa úr villtum íslenskum jurtum. Ilmandi sápan hreinsar hendurnar blíðlega og gerir þær yndislega mjúkar. Lóa sápa inniheldur blöndu af öflugum íslenskum lækningajurtum sem vernda hendurnar fyrir vetrarkulda og þurrki. lóa handkrem er mildur handáburður úr villtum íslenskum jurtum. Ilmandi kremið gefur húðinni raka sem mýkir hendurnar og gefur yndislega líðan. lóa krem inniheldur blöndu af öflugum íslenskum lækningajurtum sem vernda hendurnar. Lóa gjafasettið inniheldur 250ml af Lóu handsápu og Lóu hand kremi.
6.450 kr.

Lóuþræll sett-Lóa handsápa og Lóa handspritt.

Náttúruleg sápa með handtíndum jurtum úr íslenskri náttúru sem veita dásamlegan ilm og vernda hendurnar fyrir þurrki og kulda. Lóuþræll handspritt er blanda græðandi íslenskra jurta og frískandi ilmkjarna. Í handsprittinu er áhrifarík blanda handtíndra lækningajurta, birki og vallhumall. Lóuþræll hefur að geyma áhrifaríka blöndu íslenskra lækningajurta, birki og vallhumall. Birki inniheldur flavonióða sem er talið hafa bakteríu- og veirudrepandi áhrif. Vallhumall hefur í gegnum ættliði verið notuð til að mýkja og styrkja húðina. Blanda sem getur ekki klikkað! Lóuþræll gjafasettið inniheldur 250ml af Lóuþræl handsápu og Lóuþræl handspritti.
4.450 kr.