Fallegt útfararhjarta (opið) með bleikum rósum og brúðarslöri.
Hjartað er um M-40-45 cm í þvermál.
L-50-55 cm í þvermál.
Innifalið í verði er akstur í kirkju. Hægt er að óska eftir öðrum blómum eða litasamsetningum. Reynt er að verða við öllum óskum eins og unnt er. Hafa ber í huga að afskorin blóm eru árstíðabundin og hver skreyting einstakt handverk. Tvískiptur borði með áletrun fylgir ekki með hjartanu. Borði kostar 3500isk. Venjan er að nafn hins látna sé sett öðru megin og kveðja hinum megin. Akstur í kirkju á höfuðborgarsvæðinu fylgir! Vinsamlegast pantið með lágmark 2ja daga fyrirvara!
Njóttu ilmsins af hýasintum um jólin og áramótin. Fallegar og ilmandi hýasintur eru frábærar gjafir. Við seljum og sendum alls kyns tegundir af hýasintum beint heim að dyrum. Við bjóðum núna upp á fullt af yndislegum ilmandi hýasintum, bláar, bleikar og hvítar sem nú eru fáanlegar til afhendingar í stílhreinum pottum, vösum eða glösum sem henta bæði innandyra sem utandyra.
Hýasintur blómstra innan nokkura daga.